UPPE2UM05

UPPE2UM05     Uppeldis- og menntunarfræði

Undanfari: FÉLVÞF05 eða sambærilegur áfangi

Fræðigreinin kynnt og fjallað er um rætur hennar, sögu og hagnýtingu. Hugtakið uppeldi er skoðað og rætt. Hin ólíku viðhorf til mannlegs eðlis eru tekin til umfjöllunar í ljósi kenninga um menntun og uppeldi. Þróun uppeldis- og menntunarviðhorfa í Evrópu er lauslega kynnt og kenningar frumkvöðla innan greinarinnar. Fjallað er um gildi bóklestrar, lista, íþrótta, og leiks í uppeldi sem og notkun barna og unglinga á stafrænum miðlum og áhrif fjölmiðla. Kynhlutverk, uppeldi og samskipti barna og foreldra er einnig tekið til umræðu.