Vinnustaðanám

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám í þremur hjúkrunaráföngum VINN3ÖH08, VINN2LS08 og  VINN3GH08 fer fram á heilbrigðisstofnunum undir umsjón hjúkrunarkennara og leiðbeinanda sem er sjúkraliði eða hjúkrunarfræðingur.

Nemandi verður að hafa lokið hjúkrunaráföngunum: HJÚK1AG05, HJVG1VG05 til að hefja nám í HJÚK3ÖH05 og taka þá samhliða VINN3ÖH08.

Í hverjum vinnustaðanámsáfanga eru nemendur í verknámi samfellt í 3 vikur eða 15 vaktir í hverjum áfanga. Verknám í VINN áföngum er ólaunað. Taka þarf áfangana í eftirfarandi röð ásamt bóklegum áföngum sem þeim fylgja:

VINNÖ3H08 er verknám á öldrunarlækningadeild eða hjúkrunarheimilum.

VINN2LS08 er verknámsáfangi á lyflækninga- eða skurðlækningadeildum. Sem dæmi á HSA/FSN Neskaupstað, á Landspítalanum eða öðrum bráðasjúkrahúsum. 

VINN3GH08 er verknám á sérdeildum eins og geðdeildum, endurhæfingardeildum, gjörgæsludeildum, heimahjúkrun, heilsugæslu eða öðrum sérhæfðum deildum.

Í verknámi þurfa nemendur að tileinka sér og sýna fram á faglega hæfni í verkum sínum og færni í samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk. Nemendur halda ferilbók yfir verknámið, sem námsmat er að hluta til byggt á.