VGR 202 Verktækni

Verktækni grunnnáms                                                          VGR 202

Undanfari:    VGR 102.
Áfangalýsing
Lögð er áhersla á frekari smíði rafeindatækja. Nemendur kynnast nánar undirstöðu-atriðum í vinnu rafiðnaðarmanna, vinnuvernd, reglugerðarákvæðum, efnis-, áhalda- og tækjafræði, verktækni, ásamt umgengni rafiðnaðarmanna á vettvangi. Fjallað er um uppbyggingu lokaverkefnis t.d. viðvörunarkerfi þar sem um er að ræða stjórnstöð og ýmsan jaðarbúnað, sem nemendur vinna að í þrjár annir og eignast í lok 4 annar.
Smíðaðar eru einfaldar rafeindarásir með transistorum og IC samrásum.
Lögð er áhersla á að þessi áfangi er tengdur við RTM 102 og RAM 203.
Áfangamarkmið:
Nemandi
  • geti unnið með algengustu hand- og rafmagnsverkfærum
  • geti sett saman einföld rafeindatæki með transistorum, IC samrásum og öðrum algengum íhlutum
  • læri að nota helsta öryggis- og hlífðarbúnað (persónuhlífar), forðast eiturefni og átta sig á mikilvægi góðrar loftræstingar á vinnustað.
  • kunni skil á algengum mælitækjum og geti valið réttan tækjabúnað til skoðunar á rafeindarásum
  • þekki uppbyggingu hátalara og hljóðnema
 
Efnisatriði:
 Smíði prentrásarplötu. Vinna við undirbúning lokaverkefnis. Smíðuð einföld rafeindatæki svo sem ljósstýrð tæki seinkunarliðir, spennugjafar, spennustillar, púlsagjafar og tengisnúrur. Þjálfun í notkun hliðrænna og stafrænna mælitækja, svo sem fjölsviðsmæla, merkjagjafa og sveiflusjáa.
Námsmat:
            Verkefnaskil og próf

            Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0