Viltu fara í kvöldnám?

Viltu fara í kvöldnám?

Stefnt er að því að fara af stað með nám í kvöldskóla í eftirtöldum iðngreinum ef næg þátttaka næst.

  • Grunndeild rafiðna – 1. önn
  • Rafvirkjun – 5. önn
  • Grunndeild málm – og véltæknigreina – 1. önn
  • Vélstjórn – 5. önn

Athugið að 4. stigs vélstjórar geta bætt við sig einu ári í rafvirkjun ásamt samningstíma og tekið sveinspróf í rafvirkjun.

Kennslufyrirkomulag - kennsla frá kl. 17:00 – 22:00, mánudag - fimmtudags. Inntökuskilyrði; 20 ára eða eldri.

Áfangastjóri skólans – Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir – bobba@va.is – svarar öllum spurningum um nám. Síðasti skráningardagur í  nám á haustönn er 30. maí.