VMM 103 Vefsíðugerð, myndvinnsla og myndbandagerð

VMM 103

Undanfari enginn

Kennd er hönnun vefsíðu í HTML/XHTML. Farið er yfir grunnatriði vefsíðu kóða, innsetningu tengla, mynda og notkun taflna. Kennd er notkun ýmissa hjálparforrita við vefsíðugerð. Lögð er áhersla á að vefsíða sé létt í keyrslu og geti verið skoðuð í öllum vefskoðurum. Farið er í mikilvægi góðrar hönnunar og verkskipulags. Kennd er myndvinnsla í tölvum og yfirfærsla myndar frá skanna eða stafrænni myndavél. Lögð er áhersla á að nemendur geti unnið myndir á viðeigandi gagnasnið miðað við notkun, kunni að meðhöndla myndir, breyta þeim og setja saman. Fjallað er um punkta- og rastafræði og um punktinn sem grunneiningu í texta á myndum og á skjá. Kynnt röstun, rastatíðni, upplausn á skjá og staðlar um fjölda punkta á flatareiningu. Punkti er fylgt eftir frá inntaki til útgáfu t.d. frá skanna í gegnum tölvu í útprentun eða á geisladisk. Kennd eru helstu atriði við gerð myndbands. Lögð er áhersla á handritavinnu og áætlunargerð. Nemendur kynnist stafrænum myndbandsvélum tæknilegum eiginleikum þeirra kostum og göllum. Rætt um notkun og meðhöndlun mynda út frá siðfræði og höfundarétti.