VST 103 Vélstjórn

VST 103

Undanfari enginn

Bulluvélin, sögulegt yfirlit (Lenoir, Otto, Diesel). Áhrif vélvæðingar í sjávarútvegi og siglingum. Flokkun aflvéla. Grundvallarhugmyndir að bakibulluvélarinnar og munur á aðstreymi eldsneytis og lofts í ottóvél og dísilvél. Vinnuhringur bulluvéla, bæði tvígengis- og fjórgengis- og helstumæligildi. Bygging bulluvélar, helstu hlutar hennar og efni. Eldsneytisolíukerfi, einstakir þættir þess. Prófun eldsneytistækja, rekstur og viðhald. Blöndun eldsneytis og lofts. Snúningshraðastilling véla. Dælur, vinnumáti og bygging. Skolunarkerfi fjór- og tvígengisdísilvéla. Smurolían, smurolíukerfi og einstakir þættir þess. Smuraðferðir, rekstur og viðhald smurkerfa. Ræsing bulluvéla og ræsiloftskerfi. Neyðarbúnaður í vélarrúmi. Í verklegum tímum er áhersla lögð á umhirðu búnaðar í vélarrúmi. Undirbúningur undir gangsetningu, keyrsla, stöðvun og frágangur dísilvéla. Áhersla er lögð á bilanagreiningu og viðgerðir.