VTS103 Véltrésmíði

VTS103 Véltrésmíði


Grunnatriði í véltrésmíði og notkun lofthandverkfæra. Algengustu trésmíðavélar og lofthandverkfæri sem notuð eru í tré- og byggingariðnaði, meðferð þeirra og viðhald. Helstu notkunarmöguleikar einstakra véla og tækja, stillingar, fyrirbyggjandi viðhald, hlífar, hjálpartæki, líkamsbeiting og öryggismál. Nemendur læra að velja og skipta um helstu eggjárn. Mismunandi loftpressur og farið yfir gerð og notkun helstu loftverkfæra. Lögð er áhersla á notkunarleiðbeiningar og merkingar á tækjum og búnaði. Umgengni við trésmíðavélar, hjálpar- og öryggisbúnað. Áfanginn er bæði kenndur á námsbrautum fyrir húsasmiði og húsgagnasmiði.