ÍÞAK1LS02

Við Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er starfrækt íþróttaakademía. Íþróttaakademían er ætluð nemendum sem vilja stunda sína íþróttagrein á álagi afreksmanna samhliða námi við skólann.

VA býður upp á íþróttaakademíur í knattspyrnu, blaki og einstaklingsíþróttum og mun skólinn verða í samstarfi við íþróttafélögin á svæðinu. Nemendur mæta á æfingar með sínu félagsliði undir stjórn menntaðs þjálfara og fá þátttöku í greininni metna inn í námið við skólann.

Nemendur sem skrá sig í íþróttaakademíu VA á vorönn 2020:

  • Taka 2 einingar á önn í sinni íþróttagrein þ.e. knattspyrnu, blaki eða einstaklingsíþrótt.
  • Taka ekki almenna hreyfiáfanga (HREY1AI01A, HREY1AI01B, HREY1LM01A, HREY1LM01B).

Gerðar eru ákveðnar kröfur til nemenda

  • Að hafa stundað íþrótt sína í nokkur ár og vera virkur iðkandi í íþróttafélagi.
  • Að hafa staðist grunnskólapróf.
  • Vera vímuefna- og tóbakslaus íþróttamaður/íþróttakona.
  • Nemendur þurfa að geta tileinkað sér hugarfar og lífsstíl afreksíþrótta.
  • Gerð er krafa að nemendur hafi a.m.k. 95% skólasókn í öllum námsgreinum og á æfingum.
  • Mæta á 4 – 6 æfingar á viku með félagsliði sínu.

 

Tengiliður við íþróttafélögin er Salóme Rut Harðardóttir íþróttakennari VA – salome@va.is