Smáskipanám- Vélstjórn – <15m< 750 KW

Smáskipanám - vélstjórn undir 15m ( Vélavörður)

Ekki náðist næg þátttaka í námskeiðið á vorönn 2024 en verður í boði á haustönn 2024

Verkmenntaskóli Austurlands stefnir á að bjóða upp á námskeið í vélstjórn undir 15 m. Nám­skeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast atvinnu­skír­teini til að starfa sem vél­stjóri <750 kW á smá­skipum allt að 15 m lengd í strand­sigl­ingum (með að hámarki 12 farþegum og tak­mörkun á farsviði).

Fyrirkomulag kennslu

Nám­skeiðið er að mestu í fjar­námi en til að ljúka því þarf að mæta í verklegar lotur í VA og er skyldu­mæting er í lotur. Nemendur munu þurfa mæta í 2-3 helgarlotur sem verða auglýstar þegar fjöldi nemenda og skipulag lotna liggja fyrir.

Innihald kennslu

Kennt verður samkvæmt nýrri námskrá

Náminu er skipt í nokkra námsþætti sem allir mynda eina heild til þessara rétt­inda, m.a. aðalvél, raf­kerfi, önnur kerfi, viðhald og umhirða, bilana­leit og viðgerðir, örygg­is­búnaður, vökva- og loft­stýr­ingar, hönnun skipa og stöðugleiki, sjóréttur. 

Smá­skipanám (vél­stjórn <15m) kemur í stað þess sem áður var 12m vél­gæslunám. Atvinnu­skír­teini er gefið út að loknu örygg­isfræðslu smá­báta og skyndi­hjálp­ar­nám­skeiði.

Nám­skeiðið sam­svarar 15 ein­inga námi í fram­halds­skóla (um hálfri önn). Því má gera ráð fyrir að um 270-360 klst fari í námið sam­kvæmt viðmiði fyrir fram­halds­skóla­nem­endur. Þar af eru rúm­lega 20 klst (3 dagar) í verk­legri þjálfun og prófi í viðhaldi, umhirðu, bilana­leit, viðgerðum og keyrslu vél­búnaðar í skipum.

Útgáfa atvinnuskírteinis

Til að fá útgefið skír­teini, þarf viðkom­andi að ljúka sigl­inga­tíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu örygg­isfræðslu­námi.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Samgöngustofu.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði miðast við að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi og séu a.m.k. 16. ára þegar þeir hefja nám. Ekki er þó hægt að sækja um skirteini hjá Samgöngustofu fyrr en 18 ára.

Nemendastundir: 300

Námskeiðsgjald: 260.000 kr. (Námskeiðsgjöld eru óafturkræf)

 

Verkmenntaskóli Austurlands áskilur sér rétt til þess að aflýsa námskeiðinu ef þátttaka er dræm.

 

Hægt er að sækja um námið á umsóknavef