Umhverfisstefna

Rekstur VA er og skal vera eins vistvćnn og kostur er og ţeim lögum og reglum sem  í gildi eru er fylgt eins og kostur er. Efla ţarf skilning nemenda

Umhverfisstefna

Rekstur VA er og skal vera eins vistvænn og kostur er og þeim lögum og reglum sem  í gildi eru er fylgt eins og kostur er. Efla þarf skilning nemenda og starfsmanna á umhverfi sínu ásamt því að auka virðingu fyrir náttúru landsins, auðlindum þess, orkunýtingu og endurvinnslu.

Umhverfisvernd og umræða um umhverfismál er hluti af námsefni skólans í víðum skilningi og í flestum námsgreinum.

Markvisst er/verður dregið úr pappírsnotkun og stefnt er að flokkun allra pappírs-  og matar- afganga. Rusl er flokkað og því skilað þannig á gámastöð.

Við kaup á rekstrarvörum er haft að leiðarljósi að vörurnar séu merktar með viðurkenndu umhverfismerki. Við kaup á tækjum er leitast við að velja umhverfisvæn tæki.

Markvisst er dregið úr orkunotkun.

Leitast er við að gera ytra umhverfi skólans sem snyrtilegast, nýnemar gróðursetja tré í þágu skólans árlega og lóðinni er vel við haldið. Sorpílát eru til staðar.  Reykingar og tóbaksnotkun eru alfarið bannaðar í skólahúsnæðinu og á lóð skólans . 

Svćđi