Afgreiðsla lykilorða í Innu

Inna.is

Inna er upplýsingakerfi skólans sem heldur utan um m.a. einkunnir, ástundun, námsferil og mætingu. 

Nota þarf íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu.

EF ÍSLYKIL EÐA RAFRÆN SKILRÍKI VANTAR:

Einfaldast er að fá Íslykil sendan í heimabanka eða sækja um rafræn skilríki, hjá símafélagi eða viðskiptabanka. Áríðandi er að hafa með sér vegabréf eða ökuskírteini ef sækja á um rafræn skilríki.

Íslykil er hægt að panta hér. 

Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang að Innu og geta skoðað allar upplýsingar um nemandann og skráð veikindi. Sjá nánar hér. Aðstandendur nota Íslykil til að skrá sig inn.

Nemendur eldri en 18 ára geta sjálfir veitt aðstandendum áframhaldandi aðgang að Innu - sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan.

adstandendur