Endursetning lykilorða

Til þess að virkja Microsoft aðgang hjá VA þarf að fara á síðuna https://passwordreset.microsoftonline.com/ og slá þar inn netfang á forminu kennitala@va.is og slá inn stafaruglið sem birtist á myndinni.

Í næsta skrefi er valið "Text my mobile phone" og slá síðan inn símanúmerið. Ath að síðustu tveir stafir í skráðu símanúmeri sjást í textanum og SMS verður eingöngu sent í skráð númer. Ef farsímanúmerið er ekki skráð í Innu þá þarf að senda númerið á vidar@va.is og þá verður það skráð.

Þá þarf að slá inn kóðann (verification code) sem kom í skilaboðunum.

Þá er komið að því að velja lykilorð og smella svo á Finish.

Lykilorðið verður að vera 8 stafir að lágmarki og innihalda að minnsta kosti þrennt af eftirtöldu. Hástafi, lágstafi, tölur eða tákn. Leyfileg tákn eru eftirfarandi.

  • A – Z
  • a - z
  • 0 – 9
  • @ # $ % ^ & * - _ ! + = [ ] { } | \ : ' , . ? / ` ~ " ( ) ;
  • blank space

Þar með ætti aðgangurinn að vera virkur og hægt að skrá sig inn á kennsluvef eða Office umhverfi VA.

Ef einhver vandamál koma upp eða aðstoðar er þörf þá má hafa samband við kerfisstjóra VA, Viðar Guðmundsson í netfangið vidar@va.is.