Tengja Office 365 aðgang við Innu

Notendur geta tengt Office 365 og Google aðganginn sinn við Innu aðganginn sinn og að því loknu notað þær innskráningarleiðir til að skrá sig inn á Innu.

Til að tengja aðgang: Smella á myndina > Stillingar > Velja Innskráning með Google og Office 365 > Smella á opna á þá innskráningarleið sem á að nota. Notandin flyst þá yfir á innskráningarsíðu viðkomandi þjónustu.

Eftir að uppsetningu er lokið er hægt að skrá sig inn á innu með því að smella á viðkomandi hnapp.