Office365 uppsetning

Til að setja upp Office pakkann þá þarf að fara á outlook.com/va.is og skrá sig inn með Microsoft aðgangi. Til þess að virkja Microsoft aðganginn þarf að fylgja þessum leiðbeiningum hér

Innskráning á office365

Við fyrstu innskráningu þarf að velja tungumál og stilla tímabelti á Monrovia, Reykjavík.

Tímabelti og tungumál

Þegar innskráningu er lokið á að smella á kassana uppi til vinstri.

Val1 

Því næst á að smella á Office365 merkið.

Office365

Smellið á Install Office apps og þá hleðst niður skrá.

Keyrið skránna sem hlóðst niður og fylgið leiðbeiningum sem á eftir koma. Að lokum þarf að skrá sig inn með skólaaðganginum og þá er uppsetningu lokið. Leyfið er virkt á meðan nemandi er skráður í skóla.