Vélstjórnarnám

Vélstjórnarbraut B  < 1500 kW réttindi   126 ein.           VVB

Markmið brautarinnar er að veita þeim nemendum, sem ljúka námi, réttindi til að gegna stöðu yfirvélstjóra og 1. vélstjóra á skipum með vélarafl 1500 kW og minna og undirvélstjóra á skipum með 3000 kW vélarafl og minna. Réttindin fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun. Nemandi, sem kemur beint úr grunnskóla og skráir sig til a.m.k. 1500kW réttinda, öðlast 750kW réttindi eftir 4 annir miðað við eðlilega námsframvindu.

Nánar

Vélstjórnarnám – smáskip með vélarafl < 750 kW – vélavörður   VVS

Um er að ræða bóklegt og verklegt nám. Verklegi þátturinn felst í almennri vélstjórn og bilanagreiningu og skal tilsvara 16 kennslustundum.Námið veitir réttindi til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni og 12 metrar og styttra að skráningarlengd. Sjá nánari lýsingu á náminu í viðauka I.
Að loknu 7 eininga fagtengdu viðbótarnámi öðlast hann rétt til að vera yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttra að skráningarlengd að loknum tilgreindum siglingatíma. 

Nánar