Gettu betur keppni endurtekin

Á þriðjudag bar lið okkar sigurorð af MÍ í annarri umferð Gettu-betur. Eftir keppnina kom í ljós klúður varðandi framkvæmd keppninnar og í kjölfarið hófst atburðarrás sem einkenndist af algjöru samráðsleysi af hálfu RÚV. Stýrihópur keppninnar fundaði loksins í dag og eftir að hafa skoðað málið frá öllum hliðum er það niðurstaðan að hún skuli endurtekin. 

Dagsetningin verður ákveðin síðar í samráði við skólana.