Nemendur í rafiðngreinum fá góða gjöf

Í vikunni fengu allir nemendur á fyrsta ári í rafiðngreinum í VA vinnubuxur að gjöf frá Rafmennt. Rafmennt veitir þjónustu og sinnir fræðslu fyrir raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi. Hlutverk fyrirtækisins er að veita fagaðilum og nemendur í raf- og tæknigreinum tækifæri til framhaldsnáms og sinna endurmenntun. Fyrirtækið heldur m.a. reglulega námskeið og fyrirlestra fyrir fagfólk í raf- og tækniiðnaðinum og heldur úti rafbók.is. Þau Hafdís Reinaldsdóttir skrifstofustjóri og Þór Pálsson framkvæmdastjóri komu og færðu nemendum gjöfina. Við þökkum þeim kærlega fyrir!