Ragnar Þórólfur hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ

Ragnar tekur við styrknum úr hendi Jón Atla Benediktssonar rektors HÍ
Ragnar tekur við styrknum úr hendi Jón Atla Benediktssonar rektors HÍ

Á mánudaginn tók Ragnar Þórólfur Ómarsson við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en hann útskrifaðist frá VA síðastliðið vor. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum.

Ragnar hlaut fjölda verðlauna við útskrift sína úr VA en auk þess var hann liðsmaður í Gettu-betur liði skólans sem komst í undanúrslit keppninar sl. vor. Var það í annað skipti sem lið skólans kemst svo langt í keppninni. Einnig æfir Ragnar knattspyrnu með meistaraflokki KFA. Hann hefur nú nám í lyfjafræði við HÍ.

Við óskum Ragnari innilega til hamingju með þennan styrk og þá viðurkenningu sem í honum felst!