Umhverfis- og loftslagsstund á miðvikudagskvöld

Umhverfis- og loftslagsmál eru mörgum hugleikin. Rótarýklúbbur Neskaupstaðar og Verkmenntaskóli Austurlands bjóða þér að eiga með sér skemmtilega og fræðandi kvöldstund þar sem þessi mál verða í aðalhlutverki. Stundin er á miðvikudaginn, 19. febrúar, í stofu 1 í húsnæði Verkmenntaskólans. Dagskrá hefst kl. 20:00 og inniheldur hún eftirfarandi liði: 

Guðmundur H. Sigfússon, forseti Rótarýklúbbs Neskaupstaðar
Gerður Guðmundsdóttir, fyrir hönd Umhverfisnefndar VA
Anna Karen Marinósdóttir, nemandi í VA
Ingibjörg Þórðardóttir, íslenskukennari í VA
og fleiri.
 
Fundarstjóri: Sigurjón Egilsson
 
Umræður og spurningar í lokin.
 
Léttar veitingar verða í boði.