Vinnuverndarvika starfsnámsskólanna

Vikuna 20. - 24. janúar verður vinnuverndarvika starfsmenntaskólanna haldin. Ætlunin er að vekja athygli á vinnuverndarmálum af ýmsum toga í vikunni en vikan er haldin í samstarfi allra framhaldsskóla á landinu sem sinna starfsmenntun. 

Haldnir verða fyrirlestrar af ýmsum toga um vinnuverndarmál og eru fyrirlestrarnir staðsettir víða um landið. Hluta fyrirlestranna er svo streymt til að nemendur hafi sem best framboð af fyrirlestrum til að nýta sér. 

Hér má sjá stundatöflu vinnuverndarfyrirlestranna.