Próf

Náms- og starfsráðgjafi aðstoðar nemendur sem eru að glíma við prófkvíða, jafnt sem í hluta/kaflaprófum og í lokaprófum. Náms- og starfsráðgjafi veitir einnig ráðgjöf varðandi skipulag á prófatímabili ásamt því að veita aðstoð við próftækni.

Náms- og starfsráðgjafi heldur einnig utanum sérúrræði í prófum. En nemendur skólans geta sótt um sérúrræði við próftöku, þar má nefna: Lituð blöð, stærra letur, taka próf í fámenni eða í sér stofu, fá að hlusta á tónlist eða notast við heyrnartól til að útiloka hávaða o.fl.