Að draga úr einkennum félagskvíða

Hópnámskeið fyrir nemendur í Verkmenntaskóla Austurlands.

Um er að ræða 8 skipta hópnámskeið á vinnustofutímum, þar sem unnið er að því að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og í samskiptum. Unnið er út frá aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Hópurinn hittist 1x í viku, klukkutíma í senn, auk þess sem nemendur hafa aðgang að sálfræðingi samhliða námskeiðinu.

Hvað er félagskvíði ?

  • Félagskvíði er algengt vandamál sem lýsir sér í þrálátum kvíða við félagslegar aðstæður þar sem fólk óttast að koma illa fyrir og að aðrir myndi sér neikvæða skoðun á því.
  • Dæmi um slíkar aðstæður eru að kynnast nýju fólki, tjá sig fyrir framan aðra, mæta í veislur eða aðra félagslega viðburði sem hefur áhrif á bæði líkamleg (að roðna, svitna, titra...) og tilfinningaleg einkenni (Kvíði, óöryggi, skömm, höfnunartilfinning).

Ef ofangreindur vandi háir þér töluvert í daglegu lífi þá gæti verið um félagskvíða að ræða.

Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að skrá sig sem fyrst,  þar sem hámarksfjöldi á námskeið miðast við 6 einstaklinga. 

Skráning og nánari upplýsingar fer fram í gegnum tölvupóst á netfanginu petralind@va.is