Áfangamat haustannar 2021

Á hverri önn er framkvæmt áfangamat sem veitir kennurum niðurstöður um stöðu sína og gefur nemendum tækifæri til að láta í ljós skoðun sína á kennurum og kennslu í einstaka áföngum í skólanum. Tilgangur matsins er að kanna hvernig til hafi tekist með kennslu með það að markmiði að bæta það sem betur mætti fara. Nemendur svara spurningalista um hvern áfanga sem þeir eru í og því fara allir áfangir hverrar annar í mat.

Síðustu annir hafa verið í gangi aðgerðir til þess að fá sem besta svörun í áfangamatinu. Nemendur hafa getað sent inn staðfestingu á svörun og þá fara þeir í pott sem dregið er úr. Í þetta sinn var árangurinn sérstaklega góður og skilaði 83% svörun í dagskóla/dreifnámi og 48% í fjarnámi en miðað er við að ná að lágmarki 70% svarhlutfalli til að niðurstöður teljist marktækar.

Fyrirtæki í nærsamfélaginu styrktu skólann með alls kyns verðlaunum í pottinn og alls voru um 20 nemendur dregnir út að þessu sinni. Fyrirtækin sem styrktu okkur um verðlaun voru: Myndsmiðjan, Gistihúsið, Vök-baths, Hildibrand, Kjörbúðin, Tærgesen, Kaffihúsið Nesbær, Fjarðasport og Olís. Við færum þessum fyrirtækjum innilegar þakkir fyrir að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni með okkur!

Hér má svo nálgast helstu niðurstöður áfangamats.