Áfangamati lokið - Verðlaunapottur

Síðustu vikur var áfangamat lagt fyrir alla nemendur skólans. Í áfangamati meta nemendur ýmsar hliðar náms og kennslu og fara allir áfangar sem kenndir eru í áfangamat. Til þess að áfangamatið gefi sem marktækastar niðurstöður er mikilvægt að fá góða svörun. Takmarkið er að ná að minnsta kosti 70% svörun og var ljóst að það yrði erfitt í því fyrirkomulagi sem hefur verið á náminu í vetur. Því var brugðið á það ráð að hvetja nemendur til þess að taka þátt og gátu þeir sent staðfestingu á þátttöku á Birgi gæðastjóra. Nöfn allra sem sendu inn staðfestingu fóru svo í pott sem dregið var úr sl. föstudag en þá hafði þátttökulágmarkinu verið náð og rúmlega það. 

Í pottinum voru fjölbreytt og glæsileg verðlaun en eftirfarandi fyrirtæki voru svo rausnarleg að veita nemendum verðlaun: Gallerí Hár, Hildibrand, Vök-baths, Subway, Olís Reyðarfirði, Kjörbúðin Eskifirði, Nesbær, Tærgesen og Fjarðasport. Við þökkum þessum fyrirtækjum innilega fyrir að taka þátt í þessu verkefni með okkur.

Þeim nemendum sem dregnir voru út hefur verið gert viðvart og hafa þeir ýmist fengið sín verðlaun í hendurnar eða eru þau á leiðinni í pósti.