Afar vel heppnað hryllingshús

Í gær tóku nemendur í leiklistarvali Nesskóla og nemendur við VA höndum saman við uppsetningu á hryllingshúsi í húsnæði Verkmenntaskólans. Óhætt er að segja að það hafi heppnast afar vel. Byrjað var að hleypa inn í húsið í hollum kl. 19 og var hleypt inn stanslaust til að verða 22:30. Passað var vel upp á þá sem fóru í gegn og var hægt að nota orðið espólín ef hryllingurinn var einhverjum óyfirstíganlegur. Var orðið notað af bæði börnum og fullorðnum. Það er ljóst að einhverjir hafa ekki sofið vel í nótt.

Við þökkum leiklistarvali Nesskóla kærlega fyrir frábært samstarf.