Andlát: Stefán Már Guðmundsson

Sá sorglegi atburður átti sér stað í gær að ástsæll kennari og samstarfsmaður okkar, Stefán Már Guðmundsson, varð bráðkvaddur. Áfallateymi skólans tók á móti nemendum skólans í morgun þar sem farið var yfir sálrænan stuðning og hlúð að nemendum.

Skólahald verður með hefðbundnum hætti miðvikudaginn 15. mars en HREY1AI01 og STÆR1RU05 falla þó niður. Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta leiksýningu Djúpsins um óákveðinn tíma en frumsýna átti nk. föstudag.

Við hvetjum ykkur til að hafa samband við námsráðgjafa, áfallateymi eða umsjónarkennara ef spurningar vakna eða ef áhyggjur eru af líðan. Einnig er hægt að leita til áfallateymis HSA, presta, félagsþjónustu eða í Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Hvetjum fólk til að hlúa hvert að öðru og vera vakandi fyrir líðan sinni og annarra.

Skólameistari