Áskorun til Fjarðabyggðar

Jafnréttisteymi og íþróttakennari Verkmenntaskóla Austurlands skora á Fjarðabyggð að gera úrbætur á íþróttamannvirkjum sínum í Neskaupstað svo þau henti öllum kynjum en ekki eru ókyngreind salerni og búningsklefar í íþróttahúsi og sundlaug í Neskaupstað. Áskorunin sem sjá má hér var send 1. febrúar og er málið í athugun hjá bæjaryfirvöldum.