Austfirsku ólympíuleikarnir

Í gær fóru fyrstu austfirsku ólympíuleikarnir í um áratug fram. Þeir hafa nú verið endurvaktir líkt og Ólympíuleikarnir til forna voru endurvaktir árið 1896. Nemendur úr ME og VA hittust í Neskaupstað en FAS komst ekki þetta árið. Keppt var í fjölda greina. Kom í ljós mismunandi íþróttauppeldi á stöðunum þar sem VA vann blakið með miklum yfirburðum en ME vann körfuboltann með svipuðum yfirburðum. Að auki var keppt í höfðingjaleik, bandý, pool, FIFA, Partners, skák, Warhammer og Olsen-Olsen. Deginum lauk á fyrstu keppninni í Bar(a)sVAr sem verður haldin einu sinni í mánuði í VA. Ingibjörg Þórðardóttir, íslenskukennari, var spurningahöfundur og eftir bráðabana var það lið úr ME sem bar sigur úr býtum.

Eftir spurningakeppnina voru heildarúrslit dagsins kunngjörð og var það VA sem bar sigur úr býtum með 29 stigum gegn 25. Fulltrúar íþróttaakademíu skólans tóku við bikar sem verður í vörslu VA næsta árið.

Við þökkum ME kærlega fyrir frábæran dag og við sjáumst að ári þegar keppnin mun fara fram á Egilsstöðum.

Hér má sjá úrslit eftir greinum.