Austurlandsmeistari í rafsuðu krýndur

Á Tæknidagsmorgun fór fram Austurlandsmót í rafsuðu í málm- og vélgreinadeild skólans. Keppnin hófst kl. 10 á laugardagsmorgun og var það Þorgrímur Jóhann Halldórsson sem bar sigur út býtum. Þorgrímur vinnur hjá vélsmiðjunni Hamri á Eskifirði og var fulltrúi þeirra í keppninni. Verk Þorgríms fer áfram á Íslandsmótið í rafsuðu.

Þorgrími er óskað innilega til hamingju með titilinn.

Stefnt er að því að Austurlandsmótið verði haldið árlega á Tæknideginum og er það von okkar að fyrirtæki í geiranum fyrir austan muni veita keppninni enn meiri undirtektir á næsta ári. Hvert fyrirtæki ætti að eiga að lágmarki einn keppanda.