Betri svefn

Í hreyfiviku VA og ÍSÍ beinum við sjónum að hinum ýmsu þátttum sem tengjast hreyfingu og heilsu. 

Svefn er lykilþáttur þegar kemur að heilsufari og því er umræða og fræðsla um svefn mikilvæg í viku sem þessari. Í dag í þriðja tíma (kl.  10:20) verður Betri svefn með fyrirlestur um mikilvægi svefns á andlega og líkamlega heilsu. 

Fyrirlesturinn verður í öllum kennslustundum. Nemendur sem ekki eru í kennslustund á þessum tíma geta skotið sér inn í tíma þar sem fyrirlesturinn er í gangi svo sem húsrými og sóttvarnareglur leyfa. Einnig fá nemendur hlekk á fyrirlesturinn sendan í tölvupósti.