Blár apríl

2. apríl er alþjóðlegur dagur einhverfunnar og hefur hann verið haldinn hátíðlegur um allt land bæði í skólum og á vinnustöðum. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu munu mjög margir halda upp á hann heima í ár.

Á fésbókarsíðu Blás apríl má finna ýmsar hugmyndir varðandi hvað hægt er að gera í tilefni hans.

Meðal þess sem verður gert er að öllum heima í stofu er boðið að taka þátt í Zumbadansi til styrktar börnum með einhverfu. Viðburðurinn verður á morgun, fimmtudaginn 2.apríl kl.17:40 hér. Allur ágóði rennur beint til málefnisins.

 Við hvetjum alla til að taka virkan þátt!