Borðspilaáfangi vekur athygli

Á vorönn hefur verið boðið upp á áfanga í borðspilum sem hefur verið geysilega vinsæll. Áfanginn er kenndur í annað sinn og stór hluti nemenda skólans eru skráðir í hann. Á Covidtímum var áfanginn sérstaklega mikilvægur þar sem hann gaf nemendum tækifæri til þess að brjóta upp hefðbundið skólastarf. Í áfanganum kynnast nemendur alls kyns spilum og vinna verkefni sem tengjast því. 

Nýlega kom sjónvarpsstöðin N4 í heimsókn og ræddi við nemendur, kennarann Petru Lind og Hafliða skólameistara. 

Sjón er sögu ríkari! (smellið hér til þess að sjá innslagið)