Brautskráning 2017

Laugardaginn 20. maí fór fram brautskráning frá Verkmenntaskóla Austurlands. Alls brautskráðust 40 nemendur af 11 námsbrautum. Fjölbreytnin er lýsandi fyrir námsframboð skólans en í VA er boðið upp á 20 brautir.

Athöfnin var afar hátíðleg og brosti sólin við útskriftarnemendum á þessum fallega degi. Flutt voru ávörp og tónlistaratriði ásamt því sem ýmsar viðurkenningar voru veittar, s.s. fyrir námsárangur, þátttöku í félagsstarfi, störf í þágu heilsueflingar og forvarna og í listaakademíu skólans.

Nemendur sem hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur á stúdentsprófi voru tveir og hnífjafnir með meðaleinkunnina 9,02. Þetta voru þau Sigríður Theódóra Sigurðardóttir og Þorvaldur Marteinn Jónsson.   

Viðurkenningin Gullhjartað var veitt til minningar um Stefán Má Guðmundsson. Gullhjartað er hvatningar­verðlaun til iðnnema.

Við útskriftina náði VA þeim merka áfanga að brautskrá í fyrsta skipti nemanda með B réttindi í vélstjórn.

Smellið á myndina til að sjá hana stærri.