Brautskráning 2018

Laugardaginn 26. maí fór fram brautskráning frá Verkmenntaskóla Austurlands. Alls brautskráðust 33 nemendur af 11 námsbrautum. Fjölbreytnin er lýsandi fyrir námsframboð skólans en í VA er boðið upp á 20 námsbrautir.

Athöfnin var afar hátíðleg. Flutt voru ávörp og tónlistaratriði ásamt því sem ýmsar viðurkenningar voru veittar.

Tveir nemendur hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur - Marta Guðlaug Svavarsdóttir með meðaleinkunnina 9,41 og Kristín Jóna Skúladóttir með meðaleinkunnina 9,22. Báðar brautskráðust þær úr húsasmíði. Alls brautskráðust 11 nemendur úr húsasmíði og þar af fimm stúlkur sem er óvenju hátt hlutfall í þeirri iðngrein en vonandi merki um nýja og breytta tíma.

Smellið á myndina til að sjá hana stærri.