Brautskráning 23. maí

Upplestur á frétt.

Brautskráning frá VA vorið 2020 verður í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði laugardaginn 23. maí kl. 14:00.

Vegna samkomubanns verða eingöngu brautskráningarnemendur og nauðsynlegir starfsmenn við athöfnina en henni verður streymt á YouTube rás skólans. 

Vangaveltur voru uppi um að fresta brautskráningunni um viku þar sem útlit er fyrir að samkomubann verði rýmkað fljótlega eftir útskrift. Funduðu stjórnendur skólans með brautskráningarefnum þar sem málið var rætt og varð niðurstaðan sú að flestum nemendunum hentaði að halda sig við upphaflega dagsetningu. 

Við hvetum aðstandendur, starfsmenn, nemendur og aðra velunnara skólans að fylgjast með brautskráningunni heima í stofu.