Brautskráning í fjárhúsinu

Eins og gengur og gerist koma nemendur skólans víðs vegar að og hafa ýmsum hnöppum að hneppa samhliða náminu. Á laugardaginn brautskráðist Guðný Drífa Snæland af námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa og leikskólaliða sem kennd er í fjarnámi. Hún gat ekki verið viðstödd athöfnina en gat þá notið beinu útsendingarinnar í gegnum Youtuberás skólans. Guðný fylgdist klökk með athöfninni úr fjárhúsinu enda er nú tíminn þar sem sauðburður er í sveitum landsins.

Það eru svo sannarlega tækifæri til að taka virkan þátt í náminu í VA sama hverjar aðstæðurnar eru.

Á myndinni má sjá Guðnýju fylgjast með athöfninni úr fjárhúsinu.