Breytingar í Innu

Nú býður Inna upp á að nemendur geti sjálfir stillt hvaða persónufornafni þeir óska eftir að verða ávarpaðir með og birtist persónufornafnið fyrir framan nafn nemandans í Innu. 

Fornöfnin sem eru í boði eru:

  • Hún
  • Hann
  • Hán
  • Það
  • Þau
  • Hín
  • Héð

Í lögum nr. 80/2019 stendur að einstaklingar hafi rétt til þess að skilgreina kyn sitt og fá viðurkenningu á kyni sínu, kynvitund og kyntjáningu. Mikilvægt er að við sýnum hvoru öðru þá virðingu að nota þau nöfn og persónufornöfn sem hvert og eitt velur.

Á myndinni sem fylgir hér með má sjá hvernig þessu er breytt í Innu.