Breytt fyrirkomulag náms og kennslu

Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi náms og kennslu í VA fyrir vorönn. Markmiðið með þessum breytingum er að geta tryggt öllum nemendum sem mest staðnám, líka þegar sóttvarnatakmarkanir eru mjög stífar. 

Skipulagstímar

Lykilatriði í þessum breytingum er aukin ábyrgð nemenda á námi sínu. Nemendum til stuðnings hafa verið settir upp skipulagstímar á mánudagsmorgnum kl. 8:30. Í þessum tímum er vikan skipulögð og er búið að setja upp rafrænt skipulagsskjal sem nemendur geta nýtt til að undirbúa vikuna. Slóðin á skipulagsskjalið er: https://bit.ly/skipulagnyttva og hér eru leiðbeiningar um notkun skjalsins.

Breytt fyrirkomulag náms og kennslu

Yfirlit yfir breytt fyrirkomulag náms og kennslu sem og upplýsingar um sóttvarnareglur sem nú eru í gildi í skólanum má nálgast hér