Breytt upphaf haustannar

Kæru nemendur og forráðafólk

Vegna þeirra aðstæðna er ríkja í samfélaginu vegna COVID-19 verður upphaf haustannar með svolítið breyttu sniði.

Ráðgert var að hefja kennslu fimmtudaginn 20. ágúst en nú hefur verið ákveðið að fresta upphafi kennslu um nokkra daga. Með þessu skapast aukið svigrúm til að skipuleggja skólastarfið í samræmi við þær sóttvarnareglur sem í gildi eru en að ýmsu er að huga.

Tímaramminn er þessi:

  • 24. ágúst, mánudagur
    • Opnað verður fyrir stundatöflur að morgni
      • Opið er fyrir töflubreytingar frá 24. ágúst til 7. september. Nánari upplýsingar verða sendar til nemenda þegar nær dregur.
    • Nýnemadagur
      • Nýnemar (nemendur fæddir 2004) fá kynningu á skólanum. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag nýnemadags verða sendar til nýnema í næstu viku.
  • 25. ágúst, þriðjudagur
    • Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá.

Áhersla er lögð á það í allri skipulagningu að um staðkennslu verði að ræða, að eins miklu leyti og mögulegt er. Líklega verður þó um blöndu fjar- og staðnáms að ræða í einhverjum bóklegum áföngum.

Nemendur sem skráðir eru á heimavist fá frekari upplýsingar í næstu viku en áætluð móttaka á vistinni er sunnudaginn 23. ágúst kl. 17.

Í öllu starfi skólans og skipulagningu tökum við sóttvarnareglur mjög alvarlega og treystum við því að nemendur skólans geri slíkt hið sama. Allir sem telja sig hafa einkenni COVID-19 sýkingar eiga að halda sig heima og munum að við erum öll almannavarnir!

Kær kveðja,

skólameistari