Breytt stundatafla

Á vorönn 2020 er stundataflan byggð á nýjum stundatöflugrunni. Kennslustundir í töflu verða fleiri og þær örlítið styttri. Vinnustofur verða með nýju fyrirkomulagi, þ.e. þær verða tvisvar í viku. Skyldumæting er í vinnustofur sem eru í stundatöflum nemenda.

Skóladagurinn lengist fjóra daga vikunnar (mán. - fim.). Með þessu er markmiðið að draga úr árekstrum sem eru tilkomnir vegna fjölbreytts námsframboðs. Á föstudögum lýkur kennslu á sama tíma og verið hefur. Skólaakstur er því samstilltur við almenningssamgöngur hjá Strætisvögnum Austurlands með sama hætti og verið hefur. 

Stundataflan eftir hádegi á föstudögum er eftir öðrum tímsetningum en aðrir eftirmiðdagar og er það til að stilla töfluna í samræmi við almenningssamgöngur.

Smellið á myndina til að sjá hana stærri

Opnað verður fyrir stundatöflur vorannar í Innu á hádegi föstudaginn 3. janúar.

Hér má sjá tímatöflu skólaaksturs á vorönn 2020.