Chögma í 3. sæti Músíktilrauna

Nú rétt í þessu voru úrslit Músíktilrauna 2024 kunngjörð. Þar lenti hljómsveitin Chögma í 3. sæti og var Jónatan Emil Sigþórsson valinn trommuleikari Músíktilrauna. Hann er einn af þremur núverandi nemendum VA í hljómsveitinni en auk hans eru VA-nemarnir Jakob Kristjánsson gítarleikari og Elísabet Mörk Ívarsdóttir söngvari í hljómsveitinni. Hinir meðlimir hljómsveitarinnar eru Stefán Ingi Ingvarsson bassaleikari og Kári Kresfelder Haraldsson hljómborðsleikari, en Kári útskrifaðist úr húsasmíði frá VA síðastliðið vor.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og hlökkum til að fylgjast með þeim halda áfram að slá í gegn!