Dagsetningin stoppar í frystinum

Nú stendur yfir innleiðing á Grænum skrefum í ríkisrekstri. Eitt af verkefnunum þar er að í mötuneyti og á kaffistofum séu upplýsingar til starfsmanna og gesta um að draga úr matarsóun. Slíkar upplýsingar hafa verið aðgengilegar en ákveðið var að fara þá leið að efna til keppni meðal nemenda um útfærslu á slíku upplýsingaefni. Efnið verður síðan útfært á plaköt og segla.

Keppnin stóð í um 2 vikur núna eftir páskaleyfi og í gær var sigurvegarinn valinn en það var hún Alexandra Ýr Ingvarsdóttir. Í verðlaun fékk hún gjafabréf frá Nesbæ, gjafabréf fyrir 2 í Vök-baths og gjafabréf á pizzuveislu hjá Aski pizzeria. 

Á myndinni má sjá Alexöndru með tillögurnar sínar sitt hvoru megin við sig. Við óskum henni innilega til hamingju.