Dagur íslenskrar náttúru

Á morgun, fimmtudaginn 16. september, er dagur íslenskrar náttúru. Dagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2010 en þá var ákveðið að tileinka náttúrunni sérstakan heiðursdag til þess að undirstrika mikilvægi hennar.

Í VA er afar öflugt umhverfisstarf og í tilefni af deginum verður fataskiptasláin sett upp. Nemendur og starfsfólk er hvatt til þess að koma með föt til þess að setja á slána. 

Nemendur og starfsfólk er einnig hvatt til þess að nýta sér virkan ferðamáta á morgun, t.d. er hægt að koma í skólann með almenningssamgöngum, gangandi eða hjólandi.