Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu var hátíðardagskrá í skólanum. Í hádeginu heimsótti rithöfundalestin okkur þar sem þær Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Nanna Rögnvaldardóttir lásu úr bókum sínum í matsalnum. Bergþóra las úr bók sinni Duft- söfnuður fallega fólksins og Nanna úr bók sinni Valskan.

Í kjölfarið var Gettu-betur keppni þar sem nýtt lið Verkmenntaskólans var kynnt en eins og flest vita þá komst skólinn í undanúrslit í keppninni í fyrra. Lið skólans skipa þau Ágústa Vala Viðarsdóttir, Freyr Sveinsson Zoéga og Sævar Emil Ragnarsson. Kepptu þau við lið sem skipað var öðrum úr Gettu-betur æfingahópnum.

Mætingin var frábær og stemningin mikil eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.