Dósir og flöskur í gott málefni

Eins og gengur og gerist þar sem fólk kemur saman fellur töluvert til af tómum flöskum og dósum. Nemendur og starfsfólk hendir í þar til gerðar tunnur og sér Bubbi húsvörður um að tæma tunnurnar. Í lok hverrar annar er ágóðanum komið til björgunarsveitarinnar og í lok haustannar nam andvirðið 68 þúsund krónum. Á einu skólaári renna því rúmlega hundrað þúsund krónur til þessa þarfa málefnis.