Dregið úr áfangamatspotti

Síðustu vikur var áfangamat lagt fyrir alla nemendur skólans. Í áfangamati meta nemendur ýmsar hliðar náms og kennslu og fara allir áfangar sem kenndir eru í áfangamat. Til þess að áfangamatið gefi sem marktækastar niðurstöður er mikilvægt að fá góða svörun. Takmarkið er að ná að minnsta kosti 70% svörun. Eins og síðustu annir hafa nemendur verið hvattir til þátttöku með því að þau geta sent staðfestingu á að hafa lokið við matið og þá lenda þau í verðlaunapotti. Í þetta sinn var þátttakan 76% í dagskóla en aðeins lakari í fjar- og dreifnámi. 

Skipt var í tvo potta. Dregið var úr dagskólapotti í hádegishléi í nýja salnum og í kjölfarið var dregið úr sérstökum fjar- og dreifnemapotti. Öll sem dregin voru út í dagskóla hafa fengið verðlaun sín en verðlaun fyrir fjar- og dreifnema voru send í pósti og ættu því að berast á næstu dögum.

Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna sem er afar mikilvæg fyrir skólastarfið!