„Ef þú vilt góðan skóla með frábæru utanumhaldi og góðum móral er VA skólinn fyrir þig.”

Norðfirðingurinn Dagur Þór Hjartarson útskrifaðist af náttúrufræðibraut við VA vorið 2023. Þegar Dagur stóð frammi fyrir því að velja sér framhaldsskóla voru nokkrir hlutir sem heilluðu hann við VA. Skólinn var nálægt hans heimaslóðum, hann hafði heyrt um að hann væri framúrskarandi og sá enga ástæðu fyrir því að fara í burtu þegar það er skóli í næsta nágrenni sem getur kennt honum allt sem hann þarf.

Það sem stendur upp úr frá VA-árunum var að vera í litlum skóla, í litlu samfélagi þar sem að allir hjálpast að við að ná árangri. Dagur var allan tímann í stjórn nemendafélagsins og kom að skipulagningu á ýmsum skemmtilegum viðburðum s.s. árshátíðum, böllum og almennri skemmtun innan skólans. Það skemmtilegasta sem hann upplifði á skólagöngu sinni var árshátiðin vorið 2022 þegar Birnir, Aron Can og Úlfur Úlfur gáfu honum geggjað ball.

Dagur telur að VA hafi veitt honum góðan undirbúning í öllum fögum og hefur hann góðan skilning á öllu því sem hann hefur lært. Hann er nú að undirbúa sig fyrir nám í sjúkraþjálfun í Danmörku og kom vel undirbúinn inn í það ferli eftir skólagönguna í VA.

Að lokum var Dagur beðinn um að koma með heilræði til þeirra sem eru að velja sér nám:

„Ef þú vilt góðan skóla með frábæru utanumhaldi og góðum móral er VA skólinn fyrir þig.”