Enduropnun Fab Lab laugardaginn 18. september

Þá er að styttast í stóru stundina. Fab Lab Austurland er að opna dyr sínar að nýju. VA og Fab Lab Austurland vilja bjóða öllum að koma næstkomandi laugardag, 18. september, og fagna þessum áfanga. 

 

Dagskrá:

  • 11:30 Húsið opnar, a.t.h. smiðjan er staðsett í verknámshúsi Verkmenntaskólans og aðalinngangur er um stiga á bakhlið (suðurhlið) hússins.
  • 12:00 Ávarp skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands.
  • 12:10 Kynning á smiðjunni: Móses Helgi Halldórsson verkefnastjóri Fab Lab kynnir starfið í vetur.
  • 12:20 Sérstakur heiðursgestur er Vinny Wood sem kemur til með kynna sitt starf. Vinny er frumkvöðull sem hefur nýtt sér smiðjuna í sínu starfi síðustu ár

Smiðjan verður opin almenningi til klukkan 14:00.