Ég á bara eitt líf – forvarnarmálþing 1. og 2. mars

Föstudaginn 1. mars verður haldið málþing fyrir nemendur í VA og nemendur í 10. bekk í Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði. Málþingið verður frá kl. 12:30 - 14:30 í sal Nesskóla og léttar veitingar verða í boði.

Kennslustundir 4 og 5 verða felldar niður í VA á meðan á málþinginu stendur en skyldumæting er á málþingið. Síðasta kennslustund (14:45 – 15:30) verður kennd og rútan fer á sama tíma og venjulega eða 15:35 frá VA.

Einnig verður opið málþing haldið laugardaginn 2. mars klukkan 10:30 – 13:00 í sal Nesskóla. Við hvetjum foreldra og aðra áhugasama til þess að mæta á það málþing.

Dagskrá málþingsins er virkilega metnaðarfull og málefni sem snertir okkur öll. Við vonumst því til þess að sjá sem flesta.