Kærleiksdagar 2023

Kærleiksdagar VA verða haldnir dagana 8. og 9. mars en dagarnir eru að festa sig í sessi í skólastarfinu.

Rauði þráður dagana er að safna fjármunum sem renna í góðgerðarmálefni sem nemendur velja. Einnig ætlum við að huga að okkur sjálfum, hvernig við getum sýnt hvert öðru og sjálfum okkur kærleika. Viðfangsefni daganna er því kærleikur í víðu samhengi og nemendur og starfsfólk mun njóta þess að vera saman, brjóta upp hefðbundið skólastarf og safna peningum til málefnisins. 

Málefnið sem safnað verður til er söfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Hægt er að veita frjáls framlög í söfnunina hér: 1106-26-2071, kt: 520286

Sérstaka athygli viljum við vekja á Opnu húsi miðvikudaginn 8. mars kl. 16-19. Þar verður Reddingakaffi, uppboð, kaffihús og margt fleira.